Um

Ég hef of lengi barist við lélega sjálfsmynd, lélegt sjálfstraust og sjálfsblekkingu hvað varðar líkamsvöxt minn. Árið 2011 er mitt ár.

aldrei aftur:

…. vera þreytt á því að  labba upp stigann heima hjá mér

… leita huggunar í mat.

… taka fimm snakkpoka af náttborðinu sem eru allir TÓMIR

… 2-4 lítrar af kóki á dag, alla daga vikunnar.

…. langa að hlaupa heim grenjandi eftir að hafa ekki fundið nein föt sem voru nógu stór á mig.

…. skammast mín fyrir að vera ég.

… leita af öllum öðrum afsökum fyrir því hvernig er komið fyrir mér en að kenna sjálfri mér um.

í framtíðinni:

… langar mig að líða vel með sjálfa mig.

… langar mig að geta horft á sjálfa mig í spegli og dást af því sem ég sé.

… langar mig að geta deilt hamingju minni með öðrum með útgeislun minni.

… langar mig að þora að vekja athygli á mér.

hvatning er góð, markmið eru góð. Að skrifa niður hvað þig langar að kveðja og hvað þér langar að taki við getur hvatt þig á leiðarenda. Lestu markmið þín reglulega og reyndu að muna afhverju þú ert að þessu. Ertu í átaki til að líta vel út fyrir sjálfa þig eða ertu að því útaf einhverjum öðrum?