um æfingar

Hér ætla ég að birta ýmsar upplýsingar sem ég hef safnað í gegnum þetta ferðalag um ýmsar æfingar sem mér finnst vera nauðsynlegar, dæmi hver fyrir sig. Ég eyði tímunum saman á viku í að leita af nýjum æfingum, nýjum leiðum og af fróðleik um hvern þátt fyrir sig í líkamsrækt. Því finnst mér kjörið tækifæri að sýna ykkur hvað ég hef safnað í skrudduna mína.

Teygjuæfingar

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá teygjuæfingum því fyrir mér eru þær jafn nauðsynlegar og annar partur af líkamsrækt. Því miður virðast margir trúa því að teygjuæfingar séu ekki nauðsynlegar þegar við erum að reyna að grennast eða erum að styrkja okkur. Teygjur gefa okkur meiri styrk, fyrirbyggja meiðsli og gera vöðvana fallegri. Í  hvert sinn sem við æfum styttast vöðvarnir í átökunum, því eru nauðsynlegt að teygja úr þeim með skemmtilegum teygjuæfingum.

Ég vona að margir falli ekki í þá gryfju að teygja á vöðvunum þegar þeir eru orðnir kaldir. Þegar vöðvar eru kaldir eru þeir stífir og stirðir og með því að teygja þá erum við að valda þeim skaða. Því verðum við að passa upp á að vöðvarnir séu orðnir heitir þegar tökum á þeim.

Teygjur eiga að vera slakandi og þægilegar en ekki þvingandi! Finnið teygju sem hentar ykkur og ykkur finnst gaman að gera. Það eru til fullt af skemmtilegum teygjum.

 

Brennsluæfingar

það er ekki svo langt síðan að ég fór að notast við brennsluæfingar, örugglega færri mánuðir en er á annari hendi. Ástæðan er sú að mér fannst einfaldlega leiðinlegt að vera á hlaupabrettinu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og ég sem reykingarmanneskja var með nákvæmlega ekki neitt þol. Mig langaði ekki að gera mig að fífli fyrir framan fullt af fólki eldrauð í framan og anda eins og versta klámmyndastjarna í lélegri klámmynd. En einn daginn ákvað ég að breyta þessu. Ég áttaði mig á því að ef ég vil brenna fitunni markvíst og byggja upp þolið yrði ég að notast við brennsluæfingar. Brennsluæfingar eru nauðsynlegar til að léttast og er jafn mikilvægt að gera þær rétt. Við þurfum ekki endilega fara á hlaupabrettið ef við treystum okkur ekki til þess strax. Það eru til svo margar leiðir til dæmis að sippa, synda, ganga, hjóla, stigatæki og svo margt fleira.

Þegar líkaminn er í kyrrstöðu eða í léttri göngu er hann líklegri til að nota fituna sem orkugjafa heldur en kolvetnin. En þegar við reynum vel á líkamann notar hann kolvetnin sem orkugjafa. Við brennum fleiri kaloríum við mikla áreynslu.

Við brennum jafn mikið af kaloríum á því að hlaupa 5 km og að labba þessa 5 km, þó svo að það hljómi kannski einkennilega en þá því miður er það satt. En hvað með að ef við myndum frekar hlaupa? Við værum fljótari með þessa 5 km  ef við hlaupum þá frekar en að labba. Við gætum jafnvel verið jafn fljót að hlaupa 10 km og að labba 5 km. Hljómar það ekki skemmtilegra? Og í enda dagsins, hvort væriru ánægðari með að segja fólki frá „Ég labbaði 5 km í dag“ eða „Ég hlaup 5 km í dag“.  Ég get náttúrulega ekki alhæft yfir alla en ég yrði miklu ánægðari með að segja mínum vinum frá því að ég HLJÓP 5 km í dag. Fyrir mér er það árangur.

Við megum ekki festast í því að gera alltaf sömu æfingarnar dag eftir dag, viku eftir viku og jafnvel mánuð eftir mánuð, alltaf á sama tíma dagsins. Líkaminn venst þessum æfingum með tímanum  og með tímanum tekur hann þessari hreyfingu sem hluti af daglegu starfi. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að sjokkera líkamann af og til og hafa fjölbreytt æfingarkerfi. Við getum gert margt til þess að sjokkara líkamann. Persónulega geri ég það á hlaupabrettinu helst 2x í viku, á brennsludögunum mínum. Þegar ég er alveg við það að verða búin á því og er orðin á við tvær lélegar klámmyndaleikonur í andadrætti stilli ég hraðann á hlaupabrettinu í 2 stig yfir þann hraða sem ég notast venjulega við og hleyp eins lengi og fætur toga mig.