stutt til jóla

4 dagar í aðfangadag… úff. Ég er að fara austur á land á eftir, fer frá ræktinni minni og þægindakúlunni sem ég er búin að búa mér til. Í staðin verð ég hjá fjölskyldunni í 10 daga, þar sem ég gæti jú svosem farið í ræktina. En hvern er ég að þykjast að plata? Ég get ekki farið í ræktina ein og haldið mig við efnið. Í staðinn ætla ég að njóta þess að mamma á hund og fara með hann að skokka á hverjum degi. Hundurinn þarf jú að fara út að pissa reglulega. Tölvan mín er einnig full af æfingamyndböndum með Jillian úr The Biggest looser.  Ætla að reyna að fara eftir þessum æfingum heima ef ég fæ tækifæri heima til að nota eitthvert herbergið sem er nógu stórt fyrir svona hopp :)

annars var kærasti minn að fjárfesta í nýju próteini fyrir mig um dagin. Og ég er gjörsamlega ástfanginn af því: http://medico.is/?s=1&m=1&pid=318

Ég er reyndar með jarðaberjabragð ekki vanilubragð. Frá því ég byrjaði að drekka prótein reglulega hef ég nánast alltaf drukkið súkkulaði bragð. Fjárfesti reyndar einu sinni í þrem litlum dúnkum af öðruvísi brögðum. Einn var með  bananabragði, annar með vanilubragði og sá þriðjið var held ég bara með súkkulaði bragði. Asninn ég hélt að mér þætti þetta ofboðslega gott. Fyrstu 2 skammtanir af bananabragðinu voru allt í lagi, en eftir það fór ég að kúgast við tilhugsunina við að drekka þetta. Ég náði þó að pína mig í sumar að klára dúnkinn. En ég hef ekki þorað að opna hina brúsana. fer þó að koma að því :)

Um daginn var ég að vinna í því að breyta æfingarplaninu mínu :) mega stolt af nýja planinu en þó eru fullt af æfingum sem eru að klekjast út í hausnum á mér sem ég þarf að fara að setja á blað. Ég ætla að reyna að setja inn æfingarnar mínar sem ég hef verið að gera hérna. Ég hef örugglega meiri tíma í að dúlla mér svona eitthvað þegar ég er á Austurlandinu.. svo stay tuned :)

eins og ég er búin að vera að lofa svo lengi hérna þá fer ég að setja inn nýjan fróðleik. ég er alltaf að bæta við í safnið hjá mér en kem mér einhvern veginn ekki í það að koma þessu upp hérna..en það kemur að því ;) ég var einmitt um daginn að taka niður fullt af uppskriftum að geeeðveikum mat (allavega af lýsingum og myndum að dæma).. ætla að prófa þetta allt á komandi ári :) og vera dugleg að segja ykkur frá tilraunarstarfseminni :)

anywho.. þarf að fara að gera mig tilbúna fyrir austurferðina :)

Ps. þó að jólin séu að koma erum við samt ennþá í átaki. þó megum við breyta átakinu yfir þennan tíma. Leyfum okkur að borða óhollt. en mundu að einn konfektmoli bragðast nákvæmlega eins og hinir molanir. Ein smákaka er alveg eins og allar hinar smákökurnar. Við þurfum ekki að troða þessi í okkur þó svo að við leyfum okkur að fá smá af og til ;) þetta er allavega markmiðið mitt yfir jólinn :) og vera dugleg að hreyfa mig á hverjum degi eins og alltaf :)

jólafríííí

loksins komin í jólafrí. kláraði síðasta prófið mitt í gær :) nu gilda engar afsakanir lengur.

ætla að koma sterk aftur til leiks á blogginu í kvöld eða um helgina með blogg úr gagnasafninu mínu :)

BYSSUdagur í dag í ræktinni… yaay :D

jólafrííí :)

Yaay kláraði síðasta prófið mitt í gær og er því komin í jólafrí :D Sem þýðir að allar afsakanir eru ógildar. Ég þarf ekki að drekka malt og appelsín til að halda fókus lengur, ég VERÐ að borða, ekki sleppa morgunmat, eða hádegismat. Frábær tilhugsun að þurfa ekki að hugsa um nám í minnst 3 vikur… get hugsað um æfingarnar mínar allan daginn og þarf ekki að drífa mig lengur að klára því ég þarf að mæta í tíma eða þegar þarf að fara að halda áfram að læra undir próf. ohhh elska þeta :)

um helgina ætla ég að koma með æsispennandi blogg um eitthvað fræðilegt úr gagnasafni mínu :)

BYSSUdagur í dag…. can’t w8 ! :)

átak, lokapróf og jólaundirbúningur.

þetta þrennt á svo engann veginn samleið.

það að hafa lokapróf í desember er uppskrift á enn meira át á óhollum mat.

Á morgun fer ég í mitt annað lokapróf. Ég get ekki sagt að ég sé búin að vera duglega að fara eftir réttu matarræði og drukkið nóg af vatni. Fyrir fyrsta prófið var ég dugleg að drekka vatn og borða hollt, nema síðasta daginn. þá fékk í geðveikt mikla þrá í gos sem ég leyfði mér. Núna síðustu daga sem ég hef verið að læra undir næsta lokapróf hef ég drukkið óhemju mikið af malt og appelsíni, lítið af kóki reyndar. En karlinn var svo góður að gefa mér konfekt í gær og ég er búin að vera að narta aðeins í molana.

Ég ákvað að leyfa mér að vera að svindla svona aðeins svo lengi sem þetta fer ekki út í öfga og er dugleg að hreyfa mig með :)

að vera feitur?

Ég hef mikið pælt í hugtakinu að vera feitur undanfarið.

Sjálf hef ég ekki flokkast undir flokkin að vera grönn frá því ég var 11 ára gömul. Ég hef fengið að heyra allskonar útfærslur á því hvaða vaxtarlag ég er með. Feit, búttuð, offitusjúklingur, kvennleg og svo lengi mætti telja. Að sjálfsögðu varð ég sár þegar ég heyrði að ég væri feit, en ég held að ég særðist mun meira þegar fólk benti á að ég væri búttuð. Fyrir mér var það eins og viðkomandi leit á mig sem feita en þorði ekki að segja það beint í andlitið á mér.

En hvað er að vera feitur? Hvernig getum við ákveðið hvað er að vera feitur og hvað ekki?

Líkamsþyngdarstuðlinn BMI (body mass index) er algengasta leiðint til að meta holdafar fólks. BMI er reiknað á eftirfarandi hátt:

                BMI= líkamsþyngd/hæð2            eða:       94kg/1632= 35,4

WHO, alþjóðaheilbrigðismálastofnun, hefur gefið  út viðmiðunarmörk fyrir fullorðna við þennan stuðul. Viðkomandi er talin vera með offitu ef líkamsþyngdarstuðull hans (BMI) fer yfir 30. Sem gefur okkur að manneskjan í dæminu hérna fyrir ofan er komin langt yfir offituskalann.

Þó er hægt að gagnrýna þennan stuðul. BMI tekur ekki tillit til beinabyggingu manneskjunnar, vöðvamassa og öðrum einstaklingsbundnum aðstæðum. Hafið þið ekki heyrt áður að vöðvi er þyngri en fita? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið er það rangt. Ef við erum með 2,5 kg af fitu og 2,5 kg af vöðva erum við með nákvæmlega jafn þunga fötu af fitunni og vöðvanum. Munurinn er sá að vöðvar taka helmingi minna pláss heldur en fitan.

Nú er ég búin að vera í átaki frá því í mars á þessu ári og mér hefur aldrei gengið jafnvel og síðasta mánuðinn, mér líður mun betur í dag en mér hefði órað fyrir að ég gæti fyrir ári síðan. Sjálfsálit mitt og traust var í molum fyrir ári síðan en í dag horfi á sjálfa mig í speglinum og er ánægð með sjálfa mig, í fyrsta sinn á ævi minni. Þó svo að ég á enn 20 kg í land, þá get ég horft á sjálfa mig í speglinum á nærfötunum og gagnrýnt mig á réttmátan hátt. Ég horfi ekki á mig núna og hugsa „oj hvað þú ert ógeðsleg“, núna horfi ég á mig og hugsa „ djöfull ertu búin að vera dugleg, lærinn hafa minnkað um helming, brjóstin farin niður um 3 skálar, ummálið undir brjóstin búið að minnka um 10 sm. Haltu áfram svona“.

En ég verð að segja að mér hefur aldrei liðið eins og ég sé feit fyrr en fljótlega eftir að ég byrjaði í átakinu mínu. Jújú ég vissi að ég væri ekki grönn, ég fór að gráta þegar ég komst ekki lengur í fötin mín, fór í þunglyndi við það eitt að þurfa að verlsa föt. En mér leið í sjálfu sér aldrei feit. Ég sá það ekki.

Fyrsu mánuðina í átakinu mínu missti ég í meta lagi 5 kg og sjálfstraust mitt hækkað umtalsvert. Ég útskrifaðist í mai og vildi kaupa mér fallegn kjól sem myndi sýna hvað ég hefði grennst mikið. Mér leið vel þennan dag. Mér fannst ég vera virkilega falleg og í mínum huga sást hversu mikið ég hef grennst. Í gær var ég að skoða útskrifamyndirnar mínar og mér brá. Var ég virkilega svona feit ennþá þarna? Maginn áberandi stór og breiður. Andlitið á mér leit út fyrir að vera bólgið og undirhakan var þarna í öllu sínu veldi. Og mér sem fannst ég vea svo falleg á þessum degi. Var ég með ranghugmyndir?

Nei ég vil ekki meina að ég hafi verið með ranghugmyndir. Þarna sá ég árangur, sem var góður árangur útaf fyrir sig. Var búin að breyta lífsstíl mínum farin að hreyfa mig og áhuginn á góðu líferni var að klekjst í hausnum á mér.  Í dag hefur líkami minn einfaldlega breyst svo mikið síðan þarna að ég sé ekki lengur hvaða árangri ég hefði náð þarna. Helvíti fúlt samt svona eftirá að hyggja að hafa keypt svona dýran kjól sem mun ekki passa á mig ári seinna. En kjólinn verður jólakjólinn í ár svo ég sé þá hvernig sniðið klæðir mig hálfu ári seinna.

Ég veit að það er erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að við séum að stefna í vandamál. Erfitt að viðurkenna fyrir fólki að við séum of feit og erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þægilega kúlan sem við erum búin að búa í þurfi að víka fyrir betri líffstíl. Kókið, snakkið og nammið verður að víka fyrir grænmeti, ávöxtum, kjúkling og fisk. Sjónvarpskúrið og nammiháttið verður að víka fyrir klukkutíma í ræktinni þar sem við svitnum og púlum. En þetta er eitthvað sem við verðum að gera fyrir okkur sjálf.

Ekki láta neinn segja þér að þú sért of feit,ekki láta einhvern annan segja þér til um hvernær er komin tími til að gera eitthvað í málunum. Mín reynsla er sú að það þýðir ekkert að fara í átak fyrr en þú sjálf viðurkennir vandamálið fyrir sjálfri þér. Ég veit ekki hversu oft ég lét ömmu mína kaupa handa mér kort í ræktina þegar ég var í menntaskóla og alltaf ætlaði ég að taka á því, því ég vildi fá viðurkenningu. En fyrir mér virkar það ekki. Átak þarf ekki að snúast um það að missa 10 kg í mánuði, auk þess er það óraunhæft að missa 10 kg á mánuði. Átakið getur snúist um að klippa út kókið til að byrja með. Fara í göngutúr á kvöldin, gera léttar æfingar heima. Átakið á að snúast um að komast inn á réttubrautina smátt og smátt saman.

miðvikudagur - jólajólajóla :)

Ég hef aldrei verið mikið fyrir jólin. Ég hef aldrei skilið stressið í kringum jólin og finn aldrei fyrir því að jólin séu að koma.

Ákvað að dwl jóladiskum handa dóttir kærasta míns og datt auðvitað inn í lögin. Myndi ekki segja að ég sé komin í jólaskap, en núna hlakkar mig til að fara heim til fjölskyldunnar hafa það rólegt með uppáhaldsfólkinu mínu.. fara út að skokka (sem ég mun gera þegar ég fer austur) .. með jólaskrautið í kringum mig í skokkinu og koma svo inn í hlýjuna í jólasokkana með jólabollan minn og hafa það kósý.

Annars gengur allt ljómandi þessa dagana. Var að skoða myndir af mér sem voru teknar í mai síðast liðin. Kærasti minn horfði á eina mynd af mér og sagði að ég væri búin að gjörbreytast á þessum örfáum mánuðum. Set inn myndir bráðum til að sýna ykkur :)

annars langar mig að vita hvort einhver sé að skoða þessa síðu hjá mér? Endilega kommentið fyrir mig :)

föstudagur winning!

hvað er skemmtilegra en að hlusta á góða tónlist á föstudögum og dilla sér? Finnst það ætti að vera regla að hlusta á góða tónlist á föstudögum til að koma sér í gír fyrir komandi helgi. Hér hljómar ” On thee Floor” Með J.Lo, sem er btw uppáhalds lagið mitt til að hlaupa við. Helvíti góður taktur í þessu lagi til að hlaupa við. Dare you to try ! :)

annars ákvað ég að verðlauna mig aðeins í dag. síðustu vikurnar er ég búin að vera með hugann við að kaupa mér nýja íþróttabuxur og ákvað að splæsa á mig einum í dag. Bætti reyndar við einum bol og sokkum við. En maður verður að líða vel með sjálfa sig í ræktinni til þess að hafa gaman í ræktinni :)

Styttist auðfluga í að ég nái jólamarkmiðinu mínu. Veit ekki hvernig ég á að verðlauna mig þá. ætlaði að hafa íþróttabuxurnar sem verðlaun eeeen… ég hlýt að finna eitthvað.

Hvernig ætlið þið að fagna komandi helgi?ég  ætla að leggjast í próflestur ogvinna alla helgina.. borða góðan og holla mat.. og kannski smá nammidag annað kvöld? :)

kviss bang.. bæjó :)

rækt+jóga

Miðvikudagar eru fóta- og magaæfingadagarnir mínir.

Tók harkalega á fótunum í dag á æfingu. Veit ekki afhverju.. en ég er með svo margar fótaæfingar að ég hef eiginlega ekki tíma til að gera þær allar áður en ég þarf að mæta í skólann.

Ég dwl á netinu fyrir ekki svo löngu síðan yoga meltdown með Jillian úr The Biggest looser. rakst svo á myndbandið í tölvunni áðan ég ákvað að skunda upp stigan með tölvuna. stökkva í Man.Undt stuttbuxurnar mínar og læsa að mér inn í gestaherbergi og prufa jóga.

þar sem ég hef aldrei á ævinni farið í jóga ákvað ég að gera bara level 1.. þar sem ég kunni ekki allar æfingarnar gerði ég ekki allar svona fyrst um sinn á meðan ég er að læra. En vá.. ég er eitt stykki svitapollur hérna! Mæli klárlega með þessu myndbandi fyrir þá sem langar að prufa jóga :)

stefnan er að gera eina svona æfingu á kvöldin þegar ég hef tíma. Hef minni tíma næstu vikur þar sem ég er að fara í lokapróf í háskólanum eftir 2 vikur… svolítið mikið stress í gangi.

venjulega leggst ég í sukkið á meðan lokaprófin standa. endalaust kók og endalaust nammi.. sykur hefur alltaf hjálpað mér að læra. En núna verður breyting. Nú ætla ég að skera niður fullt af grænmeti og ávextum og bjóða dömunum mínum með mér.

stefni á að setja fleiri skemmtilegar greinar hinngað inn á næstu dögum.

ps. Brennsludagur á morgun. byrja aftur á brennslutöflunum á morgun. yaay standslaus gleði framundan :)

Fæðubótaefni..

Mánudagur til mæðu? Eða var það ekki einhvern vegin þannig?

Markmið vikunnar: mæta 5x í ræktina í þessari viku og jafnvel bæta við einhverjum kvöldæfingum ef fýlingurinn er þannig. Borða hollan mat þessa viku og drekka nóg af vatni. Helst ekki taka stóran nammidag komandi laugardag (gæti verið erfitt, er að vinna um helgina) og hafa jákvætt hugarfar, brosa í heiminn og elska lífið.

gott að skrifa sér svona markmið fyrir eina viku og ekki erfitt að reyna að standa við lítil markmið í einu, og flest allt af þessu er eitthvað sem ég geri á hverjum degi hvort eð er :)

en mig langar að segja ykkur svolítið frá fæðubótaefnunum sem ég hef verið að nota í átakinu mínu.


þetta eru brennslutöflurnar sem ég er að fara að byrja á seinna í vikunni. Mér finnst þær virka þrusuvel.

Protein 1:  Ég fæ fáranlega fljótt ógeð af prótein svo ég er með nokkra búnka hérna heima til að skiptast á og fá ekki ógeð. þetta prótein er samt algjör snilld. Fæ mér einn sjék strax eftir ræktina.

Prótein 2: Við kallin erum nýbúin að fjárfesta í einum stórum sovna búnk. Fæ mér svona beint eftir ræktina, þá blandað út í undarennu eða vatn.

prótein 3: þessi er algjör spari spari.. m&m bragð af þessum.. sjúklega góður. en þessi er líka drukkinn strax eftir ræktina :)

Cla: hef verið að taka þessar líka og finnst þær alveg frábærar. Mæli sterklega með cla töflunum frá fitfood..

Nú er komið að vítamínunum mínum… tek þetta á hverjum degi :)

Tek þetta líka á hverjum degi :)

Allt þetta fæ ég hjá bætiefnabúllunni.. (www.fitfood.is) Mæli eindregið með þessari búð, frábær þjónusta og gott verð.

Síðan drekk ég þetta á meðan æfingu stendur :) æðislega gott, virkilega gott bragð. þetta fæst hjá perform… (www.perform.is)

Getið lesið ykkur betur til um hverja vöru á siðunum sem ég bendi hérna á. Í dag er meira sport hjá mér að fara í gegnum þessar síður en að skoða föt og skó á netinu !

Vil samt taka það fram að ég virði alla sem hafa þá skoðun að fæðibótaefni virki ekki. Ég  er ekki að reyna að klína fæðubótaefnum upp á ykkur og ég er ekki að segja að það sé ekki hægt að ná árángri án fæðubótaefna.

Sunnudagur

úff með bullandi samviskubit eftir þessa sumarbústaða ferð. hollustan fauk alveg útum gluggann og viljastyrkurinn var enginn. Huggaði mig þó allan tíman við það að ég er búin að vinna þetta inn í gegnum tíðina, en það réttlætir þetta alls ekki.

bjór drykkja - tjékk
snakk - tjékk
Súkkulaði át - tjékk
feitur grillmatur - tjékk
liggja flöt í heitapottinum - tjékk
gosdrykkja - tjékk

úff.. bullandi samviskubit í gangi. En maður lifir bara einu sinni og þegar kallin ákveður að koma manni svona skemmtilega á óvart er eins gott að njóta þess. þeim hefði örugglega ekkert þótt skemmtilegt að horfa á mig með mína gúrku á meðan þau voru í bjórnum.

í staðin verður tekið mun betur á því núna í vikunni. Í þessri viku verð ég þó í fríi frá brennslutöflum og cla..það er gott fyrir líkamann að fá smá pásu frá þessum efnum. þannig það verður gaman að sjá hvort að brennslutöflurnar séu að hafa einhverja áhrif á orkuna hjá mér í ræktinni. Ég hef allavega aldrei fundið fyrir því að ég fæ einhverja aukna orku við það að taka þessar töflur, en næsta vika mun leiða það í ljós.

Eins og ég sagði í síðasta bloggi var tekið á upphandleggjum á föstudaginn og núna er ég alveg að farast í upphandleggjunum úr harðsperrum. Samt tók ég mér góðan tíma í að teyja á, þarf greinilega eitthvað að fara að endurskoða teygjuæfingarnar mínar :) Á morgun eru axlir og brjóst.. sem eru langt frá því að vera uppáhalds æfingarnar mínar..en við þurfum að þjálfa upp alla parta líkamans til að vinna að markmiðinu.

Tökum næstu viku með stæl og brennum syndum helgarinnar af okkur með stæl :)