markmið og mælingar

Mælingar og markmið

Vigtin er í raun ekki marktæk og eiginlega ónauðsynleg þegar kemur að líkamsrækt, en þó upplifum við alltaf smá egópúst þegar við sjáum að talan er að lækka. En til að ná góðum árangri verðum við að fylgjast vel með breytingunum sem eiga sér stað, annars er hætta á að við höldum að við séum að standa í stað og gefumst fljótlega upp. Það er ekkert meira hvetjandi fyrir okkur og að sjá árangurinn á svörtu og hvítu, sem er einmitt ein af ástæðunum fyrir að ég stofnaði þetta blogg.

Til að fylgjast með árangrinum er mælt með að gera ummálsælingar á viku til tveggja vikna fresti, þar getum við séð á svörtu og hvítu hvaða árangri við erum að ná sem einmitt sést í speglinum og á fötunum okkar.

Ég fann þessa grein inn á heilsubot.is og þar er gefið upp þessar upplýsingar um hvernig það eigi að mæla:

Upphandleggur: um miðjan upphandlegg.
Brjóst: út frá geirvörtum og allan hringinn.
Mitti: út frá nafla og allan hringinn.
Mjaðmir: frá miðjum rassi og allan hringinn.
Læri: stæðsta hluta læris.

Þegar ég var 15 ára fékk ég mér fjarþjálfara. Í fyrsta tímanum lét hann mig fá allar æfingarnar á blaði og við hliðin á hverri æfingu voru tómir kassar. Hann sagði mér að þarna ætti ég að gera krossa við að ég hafi gert æfinguna í dag og skrifa niður hvaða þyngd ég var með í hvert sinn. Í fyrstu fannst mér þetta fáranlega asnalegt og vesen. En þegar ég var búin með allt blaðið horfði ég á það og fann fyrir ánægju. Þarna var árangurinn minn sem ég hefði náð, þarna gat ég sannað það fyrir sjálfri mér að ég gerði eitthvað, ég væri að reyna að vinna í mínum málum. Sem auðvitað endist ekki nema í nokkra mánuði.

En ég mæli með því að taka með litla stílabók í ræktina og penna þar sem þú getur skrifað niður allar æfingarnar sem við gerum, hversu oft við endurtökum og hvaða þyngdir við erum að taka. Á brennsludögum getum við skrifa niður hvaða við hlupum langt og á hve löngum tíma og jafnvel hver meðalhraðinn var ef við nennum að stand aí því. Mér finnst þetta vera jafn mikilvægt og að fara í ræktina. Ég vil geta leitað í smá egópúst þegar mér líður eins og ég ætti bara að hætta því ég er hvort eð er ekki að sýna neinn árangur.

Að setja sér markmið

Við getum skipt markmiðum niður í tvennt, annars vegar niðurstöðumarkmið og svo frammistöðumarkmið.

Niðurstöðumarkmið er nauðsynlegt. Þar skrifum við niður hvaða árangri við viljum ná. Hvort sem við viljum vera massaðri eða grenna okkur. Hversu miklum árangri langar þig að ná í lokinn?

Frammistöðumarkmiði er þegar við einblínum á þau litlu skref sem við tökum til að ná lokatakmarkmiðun. Þá skrifum við niður svona ca hversu mörg kg við viljum missa á mánuði, hversu margar armbeygjur við viljum bæta við getu okkar á mánuði eða hversu þung við viljum ná að lyfta í lok mánaðarins.

Hvert litla skref skiptir máli, því fleiri litlum skrefum sem við náum því nær erum við staðnum sem við viljm vera, lokaniðurstaðan !