hollt millimál

Hvernig á að borða hollt millimál

Við eigum að borða 5-6 sinnum á dag. Morgunmat-millimál-hádegismat-millimál-kvöldmat-kvöldsnarl. En eins og ég rekst sífellt oftar á þessa dagana er að vita ekki hvað ég á að fá mér í millimál. En hvernig förum við að því að borða hollt milli mál og sleppa kökum og kexi?

Ekki bíða þanngað til þú ert orðin of svöng: eitt af einkennum líkamans að nú sé komin tími til að fylla á tanginn er garnagaul, svimi, upplifum minni orku og verðum pirruð. Ef við borðum ekki fyrr en við finnum fyrir þessum einkennum erum við líklegri til að borða hvað sem er, ofast ekki hollan mat, og borða of mikið. Alveg sama hversu upptekin við erum verðum við að hafa ákveðin tíma fyrir millimál.

Veldu millimálstíma: Ef við borðum um hádegi skulum við ekki bíða fram að kvöldmat til að fá að borða aftur. Í kringum klukkan 3 erum við farin að þrá einhvern mat. Það er stranglega bannað að narta í smá mat af og til yfir allan daginn í staðin fyrir að borða hollt millimál. Þá erumvið líklegri til að borða meiri kaloríur yfir daginn. Veljum tíma sem hentar best til að borða millimálið.

Ekki yfir 200 kaloríur: millimál ætti alls ekki að vera meira en 200 kaloríur. Ef millimálið er með fleiri kaloríur erum við líklegri til að þyngjast í staðin fyrir að léttast.

Notaðu mæliskeiðar í hvert einasta skipti: frábær leið til að fylgjast með skammtastærð. Þó svo að ég sé ekki hrifin af þessari aðferð hef ég þó gælt við þá hugmynd að gera þetta. Við erum líklegri til aðborða of mikið af við fylgjumst ekki með skammta stærð. Skammtastærðin skiptir höfuðmáli í átaki.

Borðaðu ávexti í staðin fyrir að drekka þá: þegar við erum að reyna að velja á milli þess að fá okkur ávaxtasafa eða borða þá. Skulum alltaf að velja frekar að borða ávöxtinn. Hann er miklu hollari þá og inniheldur minni kaloríur. Ef við borðum ávöxt á daginn erum við líka ólíklegri til að borða óhollan mat yfir daginn.

Mundu að trefjar eru fyllandi: ef við borðum trefjar líður okkur eins og við séum saddari mun lengur.

Veldu hágæða prótein sem millimál: Smákökurnar eru alltaf freistandi sem millimál, en þær eru ekki hollar. Í staðin skaltu borða millimál sem inniheldur hágæðaprótein. Þá verðum við saddari í lengri tíma.