áragurinn

Ég veit ekki nákvæmlega hversu þung ég var þegar ég var upp á mitt versta.

ég fór í öryrkjamat eftir bílsslys í ágúst 2010 og upplifði þá mitt fyrsta áfall um hversu langt ég var leidd.
106 kg, þá hefði ég strax átt að breyta lífsstíl mínum og vinna mínum málum. En hvað gerði ég?
Sagði kærastanum mínum frá því hversu þung ég væri orðin, vorkenndi sjálfri mér og sama dag í ríkið að kaupa áfengi, þar næst í búð og keypti næstu dagskammta af kóki og snakki.

eftir þetta leyð meira en hálft ár í að ég tók mér tak. Sú ákvörðun kom nánast upp úr þurru. Var í heimsókn hjá fjölskyldu minni út á landi. Hringdi í kærasta minn og sagði að strax á mánudaginn ætluðum við að að byrja að fara í ræktina og breyta matarræðinu á heimilinu.

síðan þá hef ég haft hugan við það að breyta lífi mínu.

í dag er ég orðin 94 kg.. 12 kg farin frá því ég byrjaði, vissulega ekki mikið miða við aðrar tölur sem við höfum heyrt. En mig langar frekar að fara hægt í hlutina. Góðir hlutir gerast hægt. Ég ætla að njóta þess að vera í þessu ferðalagi.

Markmiðið er að ná niður í 75 kg, þá yrði ég verulega sátt.

Hér koma upplýsingar um mælingar sem ég hef farið í hjá fjarþjálfara :)

Dags.

Þyngd

Fita%

BMI

Brjóst

Mitti

Magi

Mjaðmir

Læri

Handl.

2/9

100,2

38,6

37,7

115

100

113/125

112

72

36/38

7/10

97,2

37,0

36,5

115

97

110/120

109

69

35/38

Gamlar mælingar hér á ferð.. á eftir að drífa mig  aftur í mælingu sem fyrst. Í dag er ég allaveg 93,6 kg :)