afsakanir!

Afsakanir  

Það fer ekkert meira í taugarnar á mér þessa dagana en lélegar afsakanir hjá fólki fyrir að hreyfa sig ekki og huga að heilsunni. Auðvitað notaði ég sjálf allar afsakanir í bókinni til að hreyfa mig ekki. Breytt hugarfar fær mig til að sjá þessar afsakanir í allt öðru ljós. Í raun trúi ég ekki á neinar afsakanir. Ef við höfum tíma til að horfa á sjónvarpið á kvöldin, eyða tíma í að hanga í tölvuni að vafra á milli facebook og fréttasíðna. Þá höfum við tíma til að skella okkur í ræktina í klukkutíma.

Það er ekki svo langt síðan að ég var að skoða eina af mínum uppáhaldssíðum www.shape.com . þar sækji ég hvatningu á þeim dögum sem ég er við það að gefast upp. Leita af nýjum æfingum og skemmtilegum heillráðum. Mæli með því að þið grúskið svolítið í þessari síðu. En aftur að aðal umræðuefninu. Á síðunni fann ég lista yfir algengustu afsakanir sem við notum til að hreyfa okkur ekki og afhverju þessar afsakanir virka ekki.

Ég er of þreytt: öll könnumst við að vera þreytt einhvertíman.  Þá helst á veturnar þar sem dagurinn er stuttur, myrkur meira hluta sólarhringsins og einfaldlega of freistandi að setjast upp í sófa og kúra yfir Friends. En því meiri tíma sem við eyðum í skipulagðar æfingar því meiri orku höfum við.

Ég er of upptekin: Sumir reka heimili, eiga 2-3 börn og eru í fullri vinnu en hafa samt tíma til að hreyfa sig. Við þurfum ekki endilega að fara í ræktina til að taka góða æfingu. Með því að breyta nokkrum hlutum í daglegu starfi getum við hreyft líkamann nóg. Sem dæmi má nefna, taka frekar stigann heldur en að fara í lyftuna. Labba eða hjóla út í búð í stað þess að nota bílinn. Síðan er ekkert mál að taka nokkarar æfingar heima eftir hreyfingarmyndbandi, fullt af svona myndböndum í gangi. Sjálf á ég 6 myndir sem ég reyni að nota þegar ég hef ekki tíma til að fara í ræktina eða fer útur bænum í einhvern tíma. Við höfum öll alltaf einhvern tíma á sólarhringnum sem fer í að horfa á sjónvarpið eða hanga á netinu í eiðraleysi. Afhverju ekki að nota þennan tíma til að gera góðar æfingar?

Ég vil ekki eyðileggja málninguna eða hárið: ég er ekki að grínast. Þessi afsökun var í þriðja sæti í greininni. Þetta er án efa ein lélegasta afsökun til að fara ekki í ræktina. Ef einhver gómar sjálfan sig við að hugsa svona, er þá ekki betra að hreyfa sig snemma á morgnana áður en farið er í að mála sig og gera hárið fínt?

Ég veit ekki hvað ég á að gera: fólkið sem við sjáum og öfundum í rætktinni vissi einhver tíman ekki hvað það átti að gera. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vita ekki hvað við eigum að gera. Það er hægt að finna fullt af æfingum með því að leita aðeins á netinu. Á stærri líkamsræktarstöðum er líka hægt að fá einkaþjálfara til að búa til plan handa þér og hann kennir þér um leið að gera æfingarnar. Enginn verður snilligur í ræktinni á einni nóttu. Og ég hugsa að enginn sé almennt snillingur þegar kemur að hreyfingu. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég er ekki í stuði: stelpur ef við erum með fyrirtíðaspennu, þjáumst að túrverkjum eða erum pirraðar og reiðar eftir rifrildi við kærastann þá er ræktinn svarið. Þér mun líða mun betur eftir að hafa fengið smá útrás á hlaupabrettinu eða eftir að hafa tekið vel á því í lyftingarsalnum.