æfingadagbókin

Í haust gerði ég mér ferð í Performe og nældi mér í eintak af æfingadagbókin 2011. þessi bók er búin að vera mín stoð og stytta í átakinu mínu.

 *þessi mynd er tekin af facebook síðu æfingadagbókarinnar*

þessi bók fer alltaf með mérí ræktina. Skrái allt sem ég geri í þessa bók og allar pælingar. Þegar mér finnst æfingarnar vera vitlausar hjá mér, skrái ég niður athugarsemd til að muna að skoða æfinguna þegar ég kem heim. Ef mér dettur allt í einu í hug á æfingu að finna nýja æfingu fyrir ákveðinn líkamshlut skrái ég það niður. Merki við æfingarnar þegar mér finnst vera komin tími til að þyngja þær á næstunni. Skrái niður hvað ég er að eyða miklum tíma í að hlaupa, labba, skokka, á skíðavélinni og svo framvegis. Allar caloríur sem ég brenni samkvæmt vélunum og svo framvegis.

Eins og ég sagði þá er þetta biblían mín. Þarna get ég skoðað allar breytingar sem hafa orðið hjá mér. Hvaða æfingar hafa verið lengst með mér og hvað þyngdirnar hafa breyst. Elska þessa bók <3

Sorglegu fréttirnar eru þær að nú eru innan við 20 bls eftir af bókinni minni. Veit ekki hvað ég mun gera þegar hún klárast. Hef ekki ennþá fengið neinar fréttir um það hvort að það verður gefin út bók fyrir árið 2012, en guð ég vona það. Æfingadagbókin og ipodinn eru klárlega mínir bestu ræktafélagar.

Þegar bók er búinn ætla ég að skrá niður allar breytingar sem hafa orðið hjá mér og vonandi fyllast öll af ánægju af dugnaðinum, held ég eigi það skilið.

Ef þið vitið eitthvað um hvort að bókin verði gefin út aftur í ár megiði endilega láta mig vita.