Til að byrja með vil ég þakka öllum þeim sem commentuðu á síðasta blogg. ég mun skoða ráðleggingarnar mjög vel og fara yfir þetta. Þúsund þakkir öll;*

Um daginn fékk ég plakk frá Intersport þar sem var verið að auglýsa hvað væri á útsölu hjá þeim. Eftir kvöldmat brunaði ég upp á Höfða og ætlaði að finna mér fleiri íþróttaboli. Ætlaði alls ekki að kaupa mér mikið. En aðsjálfösgðu labbaði ég út með BLEIKAR Adidas íþróttabuxur, íþróttabol, bleikfjólubláa Nike peysu og nýja íþróttasokka. tók mig nokkra daga á að byrja að nota nýju peysuna og bolinn í ræktina. Ég er bara svo ástfanginn af gömlu buxunum mínum að mig langar ekki að fara í bleiku buxunum mínum.

Einhver tíman las ég viðtal við Kelly Osbourne og hennar átak. Þar sagði hún frá því að þegar hún byrjaði í ræktinni þá hefði hún gert það viljandi að kaupa sér flott íþróttaföt, fór stundum máluð í ræktina og hafði sig til. Með þessari aðferð hafði hún meiri áhuga á því að mæta í ræktina og þetta ýtti við henni.

Ég get verið alveg sammála henni með íþróttafötin. Mér finnst alltaf æðislegt að mæta í rætina þegar ég er búin að fjárfesta mér í nýjum fötum. Hvað málinguna varðar þá læt ég það nú alveg vera. Mér finnst ég vera svo heft ef ég er með einhverja málingu framan í mér þegar ég er að hlaupa.

Á föstudaginn var ég að fjárfesta í tæki sem mig hefur langað að eignast í svo langan tíma.

Fitumælitæki =D … búin að eyða helginni í að lesa bæklinginn fram og til baka. Nú verður kallinn tekinn í mælingu á næstu dögum þegar ég er viss um að ég sé búin að ná þessu. Mjög ánægð með þessa fjárfestingu :) nú get ég tekið allar mínar mælingar sjálf =)

Hanboltaleikur eftir smá.. SKIPA ykkur að horfa á hann :)