stend í stað

ææææji hjálp! ég er búin að vera föst í sömu þyngd núna frá því í nóvember! 93kg! jújú hafa komið dagar sem ég hef komist niður í 92 kg og aðra daga sem ég er í 94 kg. en oftast er ég 93 kg! ég er 163 á hæð svo ég á að vera með NÓG til að missa. veit ekki hvað ég er að gera vitlaust. ég hef ekki verið með neitt sérstakt matarplan en reyni að vera mjög meðvituð um hvað ég er að borða. ætla að koma með dæmi um tvö síðustu daga í mat.

í gær

eitt glas af appelsínusafa þegar ég er ný skriðin frammúr, 10 mín seinna:
morgunmatur: sletta af ab-mjólk (létt) með haframúslí frá Sollu í grænum kosti
hádegismatur: brauðsneið (gróf) með skinku og ein kókómjólk
millimál: skyr.is og banani
kvöldmatur: grænmetispíta heimagerð
millimál: hrökkbrauð með skinku

hérna hefði ég kannski mátt sleppa kókómjólinni og skinku 2x á dag. reyndar fékk ég mér tvær pítur í kvöldmatinn því þetta var svo gott. veit að þar er feillinn minn. en ég er ekki vön að borða svona mikið af brauði á dag. venjulega fæ ég mér bara eina brauðsneið ef ég fæ mér brauð.

mánudagurinn:
appelsínusafi ný vöknuð, 10 mín seinna morgunmatur.
morgunmatur: sletta af léttri ab-mjólk og múslíið
hádegismatur: bollasúpa og hrökkbrauð
millimál: möndlur og smá hnetur (passa hér upp á að borða ekki of mikið af bæði)
kvöldmatur: nautakjöt með SLATTA af grænmeti
millimál: 2 handfyllir af fitness popp

óhætt að segja að ég drekk alltaf um 2 lítra af vatni á dag, stundum meira eftir því hvernig ég er. Ég er háð því að vera alltaf með eitthvað að drekka. finnst eiginlega betra að drekka heldur en að borða.

Ég fer í ræktina 5 daga vikurnar og tek vel á því. fæ mér prótein strax eftir ræktina þegar ég er komin niður í búningsklefa, tek fjölvítamín, c-vítamín, omega-3 á hverjum degi.

veit að það er ekkert af æfignarplaninu mínu þar sem ég ráðfæri mig alltaf við aðra áður en ég byrja á nýju. en samt stend ég í stað!! =( farin í fýlu !

ef einhver getur gagnrýnt þetta við mig, má endilega kommenta hérna eða senda mér email á: prinsessan90@gmail.com

6 ummæli

 1. Kristrún átakskona
  25. janúar 2012 kl. 11.45 | Slóð

  Hæj duglega skvísa! Þetta hlítur að koma á endanum en það er aðalmálið að taka til í matarræðinu! Ég sá enga fitu t.d. hjá þér (af hverju létt ab-mjólk? :o ) Bollasúpa er saltvatn með aukaefnum = alls ekki holl
  Flest keypt hrökkbrauð eru stútfull af sykri, best að baka bara sitt eigið brauð og sleppa sykrinum… Líkaminn (lifrin) er heillengi með eina skinkusneið, hún er stútfull af salti og aukaefnum…
  Til hvers er appelsínusafinn á morgnanna? væri betra að narta í ávexti og hnetur og möndlur og hnetusmjör o.s.frv. (sá að þú gerðir eitthvað af því en passaðir að halda því í algjöru lágmarki??? af hverju?)
  Með þessum matseðli býst ég við að lifrin þín sé allvel upptekin við allt annað en að brenna fitu :/ og mundu til að losna við fitu þá þarftu hollu fituna ekkert vera að halda henni í lágmarki (kókosolía, hnetusmjör, aðrar kaldpressaðar olíur, hnetur, möndlur, fræ o.s.frv.)…
  Er enginn möguleiki fyrir þig að skipta út ab-mjólkinni útí hafragraut/kínóagraut/hirsigraut ? s.s. ekki bara vatn og mjöl og sjóða og borða heldur bætir maður öllum fjáranum útí til að gera það gott, t.d. kanil, kókósolíu, kókosmjöli, epli (bara hugmyndarflugið getur sett þér mörk þarna)
  Það er líka ekki ógáfulegt að setja kvöldmatinn í hóf (borða bara smá pítu og salad með t.d.) og borða svo góðan hádegismat (daginn eftir borðarðu afganginn af pítunum og færð þér vel og mikið!)
  Vonandi hjálpar þetta eitthvað, gangi þér vel :*

 2. 25. janúar 2012 kl. 14.46 | Slóð

  ég borða létt ab mjólk því mér finnst hin (venjulega) vera óætanleg.. finnst hún alltof súr.
  appelsínusafinn: afþví ég bara hreinlega get ekki drukkið vatn þegar ég vakna og finnst svo gott að fá mér eitt glas af einhverju þegar ég er svona ný vöknuð, áður en ég fæ mér morgunmat.
  skinkusneiðinn: er ekki vön að fá mér skinku, fá mér yfirleitt frekar kjúklingaskinku eeen karlinn keypti skinku um daginn sem er alltof góð er að leyfa mér að fá mér núna en er ekki vön því.
  ég borða mjög oft hafragraut í morgunmat með allskonar berjum og annað, er í pásu frá því núna því ég var komin með upp í kok en mun byrja aftur á hafragrautnum fljótlega.

  ég hef yfirleitt reynt að hafa kvöldmatinn betri en hádegismatinn þar sem ég hef ekki tíma til að gera gúrmei hádegismat, fer í ræktina í hádeginu eða er í skólanum á þeim tíma.

  í sambandi við möndlur og hnetur: þá ráðlagði fjarþjálfarinn sem ég var með að borða ekki meira en 15-20 möndlur á dag, því möndlur eru fljótar að snúast upp í anhverfu sína.. sel það ekki dýrar en ég keypti það.. (rúmar 10þúsund haha)

  en takk fyrir þitt svar :)

 3. Kristrún átakskona
  25. janúar 2012 kl. 15.31 | Slóð

  Okey, mér finnst mjög góð regla að borða matinn eins nálægt uppruna sínum og hægt er (s.s. sem minnst unninn) og vinna hann þá frekar sjálfur :P Er ekki kjúklingaskinka líka stútfull af salti og e-efnum? :o
  En endilega reyndu að bæta inn hollri fitu, það geta allir sagt þér sitthvoran hlutinn (ég sagt annað en fjarþjálfarinn o.s.frv.) svo það er um að gera að prufa bara og sjá hvað virkar fyrir þig og þína brennslu, er 15-20 á dag að virka og engin holl fita í viðbót með því?
  Þær fæðutegundir sem eru bestu vinir mínir í minni fitubrennslu eru egg (heilt ekki bara eggjahvítan! Rauðan er holl líka!), avocado, kókosolía, kanill, hafragrautur o.s.frv.
  Ég hef sjálf yfirleitt ekki tíma til að elda mér eitthvað svakalegt í hádegismat svo ég elda í kvöldmat og borða lítið og tek svo afganginn af því með mér í vinnu/skóla/út og borða þá helling, endurtek svo aftur um kvöldið (elda mikið, borða lítið, tek með nesti daginn eftir)…
  Gangi þér súper vel :D

 4. Christín
  25. janúar 2012 kl. 15.43 | Slóð

  mér finnst einnig venjulega ab mjólkin súr, en ég bæti banana og jarðaberjum við hana (blanda saman í mixara ) og þá finnst mér hún ekki það súr :) gætir prufað að setja einhverja ávexti með ab mjólkinni.
  og ég er samála Kristrún átakskonu með að hafa kvöldmatinn í hófi og borða meira í hádeginu :)

 5. 25. janúar 2012 kl. 17.49 | Slóð

  yfirleitt borða ég ekki meira en einn skammt í kvöldmatinn og hef skammtin yfirleitt ekki stóran. en þegar ég er með pítu þá sleeeeef.. mér finnst píta og taco svo gott.. borða nánast aldrei kjöt með þar bara grænmeti…oooog alltaf nóg af grænmeti með.. grænmetið tekur yfirleitt 1/3 af disknum hjá mér:)

 6. Jóna
  26. janúar 2012 kl. 13.52 | Slóð

  Þarft að borða mun meira í hádeginu, ættir að borða meira í hádegismat heldur en kvöldmat.

  Og ef þú ert ekki að taka lýsi þá myndi ég bæta því inní