það sem fer í taugarnar á mér

Eins mikið og ég elska nú ræktina og allt sem tengist góðum lífsstíl eru nokkur atriði sem fara virkilega í taugarnar á mér dagsdaglega þegar ég er að lesa mig til eða sem gerist í ræktinni hjá mér. nú langar mig að deila þeim upplýsingum með ykkur.

halda sig í brettið: jú hlaupabrettin eru með handföng af einhverjum ástæðum en það fer svakalega í taugarnar á mér þegar ég sé fólk í kraftgöngu á hlaupabrettunum og ríg heldur sig í brettið. þá sérstaklegar þegar það er að labba í svona 10% halla eða meira, þannig brettið sé bara nánast bein lína upp í loftið. jú við brennum meira á því að labba í halla heldur en að labba beint, einnig myndast meira átak fyrir lærin og rassin í hallanum. En hvar í náttúrunni lendum við í því að labba upp brekkur þar sem við getum haldið í handfang fyrir framan okkur? Persónulega fer þetta í taugarnar á mér og mér finnst þetta rangt, en það þarf þó ekki að vera að þetta sé kolvitlaust að gera. ég er ekki með íþróttafræðingarstimpil eða einkaþjálfarastimpil.

þegar fólk slekkur ekki á tækjunum eftir sig:  ég lenti nú bara í því síðasta föstudag að ég kom askvaðandi inn í ræktina og var tilbúin að fara að hita upp. Fann tækið sem var á fullkomnum stað fyrir mig. Ég er nú alltaf með handklæði með mér í ræktinni til að þurka svitan eftir mig, möppu með yfirliti yfir æfingarnar mínar og æfingardagbókina þar sem ég skrái nákvæmlega niður hvað ég er að lyfta oft og mikið og hvaða þyngd ég er með. Þetta hlaupabretti var nálægt glugganum svo ég lagði bókina mína, möppuna, handklæðið og drykkjarbrúsann minní gluggan og hélt af stað upp á brettið. ég var greinilega einhver annars hugar því ég tók ekki eftir því að þetta bretti var ennþá í gangi og viti menn, ég flaug á hausinn og lenti næstum því á andlitinu þegar ég lenti á gólfinu. hraðinn var nú ekki mikill á brettinu en ég steig með annan fótin fyrst upp á brettið með þessum afleiðingum. þetta var í hádegistörninu svo að það sáu þetta fáranlega margir. skammaðist mín ekkert smá mikið.. þarna hefði ég alveg eins getað slasað mig og ég tala nú ekki um að ef þetta hefði verið eldri kona eða maður. Pössum okkur upp á að slökkva á tækinu og ef við kunnum það ekki þá er ekkert mál að spyrja næsta mann.

að henda lóðum í gólfið: hávaðinn fer svosem ekki í taugarnar á mér þar sem ég er alltaf að hlusta á tónlist þegar ég er að lyfta en allavega í ræktinni hjá mér þá er gúmmígólf einhverskonar.. og þegar fólk þrykkir bara lóðunum á gólfið þá myndast oft titringur sem maður finnur sjálfur þegar maður er að lyfta. það fer alveg hræðilegar í taugarnar á mér, ég missi einbeitinguna eða ruglar takktinn hjá mér.  Þegar ég er nálægt þessu fólki sem er að henta lóðunum ítekrað í gólfið verð ég nú eiginlega bara hálfhrædd um að lóðin enda ofan á fótunum á mér eða annað. leggja lóðin varlega í gólfið og sköpum ekki óþarfa hættu á slysi eða annað.

konur eiga ekki að lyfta: þessi setning fer alveg fáranlega í taugarnar á mér. var nú bara í kvöld að lesa einhverstaðar umræðu þar sem ung stúlka var að biðja um ráð um hvernig hún á að fara að því að léttast og hún fékk þau ráð að ekki byrja að lyfta strax, eða ekki fyrr en hún er orðin sátt við líkamann sinn útaf því að vöðvamassi er þyngri en fita ! þetta er því miður ekki eins dæmi, hef lesið þessar ráðleggingar annarsstaðar og hef fengið þá spurningu sjálf hvernig ég þori að vera að lyfta. jújú vöðvi er þyngri en fita, en það fer allt eftir því hvernig við lítum á það. Ef við erum með 1 kg af fitu og 1 kg af vöðva þá erum við með nákvæmlega jafn þunga fötur nema hvað vöðvinn er 2-3x minni heldur en fitann!! Lyftingar gera konur ekki að vöðvatröllum af því að lyfta! Vöðvarnir verða fallegri, öðlumst heilbrigðara útlit og það hjálpar okkur að missa óþarfa fitu !

Nammidagar: viðkvæmt málefni og hver og einn lítur á þetta eins og þeir vilja. eeen það fer í taugarnar á mér þegar það er sagt við stelpur og já jafnvel stráka að við eigum að cutta út ALLT óhollt þegar við erum í megrun. ekkert súkkulaði, ekkert gos, ekkert svona og ekkert hitt. það má deila um þetta allt saman. en mér finnst nammidagarnir vera alveg jafn mikilvægir og hollt mataræði. en þó má ekki gleyma sér í sukkinu og sukka alla daga. einn nammidagur er nóg ! en ekki borða nammi og drekka gos allan daginn. á laugardögum fæ ég mér stundum súkkulaði stykki á kvöldin og nokkur gos glös. súkkulaði og kók er minn helsti veikleiki og ég get ekki sleppt þessu alveg. en ég reyni eins og ég get alla vikuna að standa mig við æfingarplanið og matarplanið en leyfi mér á laugardagskvöldum að fá mér eitthvað. Líkaminn þarf að fá þetta sjokk við að fá sér eitthvað óhollt, ef við cuttum allt út sem okkur finnst svo gott eru meiri líkur á því að við springum og hættum í átakinu.

þetta er aðeins brot af því sem fer í taugarnar á mér en þetta er það svona helsta sem ég hef verið að pæla í síðustu daga. Ég tek það fram að þetta er aðeins mitt álit og þarf ekki að endurspegla skoðun annarra.

4 ummæli

 1. Alma D
  23. janúar 2012 kl. 13.35 | Slóð

  Það er margt fólk sem getur ekki annað en haldið sér í brettið, sama hvort það er að labba halla eða beint. Sumir eru bara með lélegt jafnvægisskyn, þar á meðal ég. Þetta er mjög algengt meðal vefjagigtarsjúklinga (þ.e jafnvægisleysið).

 2. 23. janúar 2012 kl. 14.55 | Slóð

  Reyndar, hefði nú reyndar ekki pælt í því. í þeim aðstöðum skil ég þetta mjög vel.

 3. Helena
  24. janúar 2012 kl. 11.03 | Slóð

  Skil alveg þessar pælingar þínar, en varðandi handföngin þykir mér gott að hafa þessi handföng.
  Hef “alltaf” átt í smá erfiðleikum með að halda jafnvægi og gott að geta gripið í þau. Svo líka það að þegar ég er orðin dauðþreytt en vill halda aðeins lengur áfram (klára tímann sem eg setti mér) þá er gott að hafa eitthvað sér til stuðnings.

  Hugsa að slysin væru nú líka fleirri ef það væri ekkert sem hægt væri að grípa í.

  Svo vildi ég líka minnast á vöðva og fitu dæmið,
  Það sem er átt við með því að vöðvar séu þyngri en fita er ekki að 1 kíló af vöðvum sé þyngra en 1 kíló af fitu. Alls ekki.
  Heldur þarftu minna af vöðvum til að fá 1 kíló heldur en af fitu. :P

 4. 24. janúar 2012 kl. 17.36 | Slóð

  helen já var nú að reyna að segja það kom þessu kannski bara svona asnalega frá mér.
  mér finnst þessi setning bara svo villandi og vitlaus : “vöðvar eru þyngri en fita” þó svo að hún sé í rauninni ekkert svo vitlaus.
  vöðvar eru mun minni í ummáli heldur en fita þegar við skoðum nákvæmelga sömu þyngdina =)