alltof góð við sjálfa mig

úff ég er búin að vera alltof góð við sjálfa mig síðustu dagana. sérstaklega frá því í gær.
ég veit að þetta er örugglega elsta afsökunin í bókinni en mikið djöfull bölva ég þessum nokkru dögum mánaðarins sem við stelpur þurfum að ganga í gegnum.
á fimmtudagskvöldið var ég farin að finna fyrir verkjum og farin að fá löngun í eitthvað nart en ég lét mig hafa það ætlaði svo ekki að svindla enda tók ég góða brennslu um morgunin. var sátt með minn vatnsbrúsa við heimalærdóminn. Karlinn ákvað að fá sér 7-up, ég sá hann aldrei ná í flöskuna heldur heyrði ég hljóði þegar hann opnaði flöskuna. þá helltist svoleiðis yfir mig löngun sem ég bara gat ekki stoppað. fékk mér nokkra konfektmola sem eru enn til frá því um áramótin, 2 gosglös og ákvað á síðustu stundu að búa til franskar með kvöldmatnum. var helvíti fúl út í mig þegar ég fór að sofa.
á föstudaginum var ég komin með svakalega túrverki, þegar ég fæ túrverki vorkenni ég sjálfri mér svo mikið, verð orkulaus og helst ligg allan daginn útaf verkjum. Fór samt í ræktina og tók góða axlar og bakæfingu. kláraði 2l kók flösku þann dag, nóg af súkkulaði og vott af snakki. var aftur helvíti fúl út í sjálfa mig þegar ég vaknaði.
dagurinn í dag hefur þó verið skárri en en og aftur hef ég verið að fá mér kók og snakk af og til.
á morgun verður hent öllu útúr húsinu !
ætla að ná í stóra vatnsbrúsann minn og fylla hann af ísköldu vatni og ísmolum og sötra í kvöld.

ég verð að hætta að vorkenna sjálfri mér þegar þessi tími mánaðarins rennur upp !