úúútsölur.. og feitt fólk !

þessa dagana er ég eins og sannur Íslendingur.. að farast úr spenningi yfir útsölunum. Ég hef þó verið leiðinleg og erfið við sjálfa mig og haldið mig heima. Ég hef þó fylgst með útsölum á netinu (um er að ræða föt nota bene). Jújú ég sé fullt af fallegum kjólum, pilsum, buxum, peysum og fleira sem mig dauðlangar í. Þegar ég skoða hvaða stærðir eru til eru ekki margar stærðir í boði. Sjaldan hef ég séð stærðir  upp fyrir 14. Má vera að ég sé að fylgjast með vitlausum fatabúðum, en mig dauðlangar í þessi föt.

Kærasti minn gaf mér gjafakort í kringluna í jólagjöf því mér vantar sárlega föt. Flest öll fötin mín eru orðin of stór, þá aðallega bolirnir mínir (mætti koma einni manneskju í viðbót í marga þeirra). þessi gjöf er kannski að hafa einhver áhrif á mig að langa að fara á útsölurnar. En ég þori ekki að fara á þessar útsölur. Ég er svo hrædd um að það eigi eftir að draga mig mikið niður.Ég á eftir að fara í gegnum fötin framm og til baka, kannski finna eina flík í réttri stærð eða jafnvel ekki neitt. Ég er hrædd um að öll fötin sem mig dauðlangar í eru ekki til í minni stærð.

en hvað er til ráða?

spurning hvort ég eigi að vera að kaupa fötin í númeri of lítil til að fá einhvern drifkraft að passa í þessi föt? Nei, það vil ég helst ekki gera. þessa aðferð hef ég oft notað, þó ekki oft í ný fötum. Þegar ég var yngri (13-17 ára) þá átti ég þessar fallegu buxur. Ég dýrkaði þær. Svo fallegar. Ég komst í þær þegar ég var 12 ára gömul. Ég ætlaði með öllum mætti að passa aftur í þessar buxur. óhætt að segja, þá hef ég ekki farið í þær frá því ég fór í fermingarveisluna hjá frænku minni þegar ég var 12 ára gömul. Fann þessar buxur í geymslu hjá mömmu núna um jólin. Mér leið eins og hálfvita. ætlaði ég virkilega að reyna að passa í þessar buxur? mjaðmirnará mér hafa stækkað mikið.. þá er ég að tala um beinin. Mikið djöfull var ég blind.

Kannski ég geri mér glaðan dag á morgun og fari í kringluna og kíki á fötin.. kannski geymi ég  þennan pening þanngað til ég á orðið engin föt eftir til að fara í á morgnana. Ég er bara komin með svo mikla leið á því að vera í ofstórum fötum. Í dag eftir ræktina fór ég í bol sem var í uppáhaldi í sumar. Hann er orðin það stór á mig að ég gæti notað hann sem kjól. Ég er komin með leið á þessu útliti. mig langar að klæða mig upp og vera fín án þess að eiga í vandræðum með föt.

vil vekja athygli ykkar á að ég setti í dag inn um markmið mín árið 2012. Alltaf eitthvað að bætast við á síðuna þessa dagana ;)