teygjur?

Ég lendi oft í þeim samræðum við fólk um hversu mikilvægar teygjuæfingar eru. Því miður virðast margir halda að teygjuæfingar sé ekki mikilvægur hluti af æfingaprógramminu. Sannleikurinner nú samt sá að teygjur gefa okkur meiri styrk og gera vöðvana fallegri. Með því að teygja vel í lok æfingar erum við að fyrirbyggja meiðsli.

Þegar við reynum á vöðvana styttast þeir og því þurfum við að teygja úr þeim aftur eftir æfinguna.  Það er góð regla að teygja á stærstu vöðvunum fyrst, fætur, bak, brjóst og enda síðan á minni vöðvunun, hendur, öxlum og kálfum. Halda skal teygjunni í 20-30 sek. Teygjur eiga ekki að vera þvingandi og sársaukafullarm, heldur eiga þær að vera slakandi og þægilegar.

Margir virðast því miður trúa því að teygjuæfingar eru ekki mikilvægar þegar við erum að reyna að grennast eða styrkja okkur, þar sem þeir ætla ekki að vera liðugir. En því miður er þetta algengur misskilningur. Teygjurnar eru mikilvægar til að gera vöðvana fallegri, fyrirbyggja meiðsli og nánast sleppa við harðsperrur. Að minnsta kosti finnst mér langt því frá að vera gaman að vakna daginn eftir góða æfingu að farast úr harðsperrum.

ég mæli hiklaust með því hafa taka í það minnsta 10 mín í teygjuæfingar eftir góða æfingu. Sjálf reyni ég helst að teygja í 15-20 mín, fer eftir æfingu og hvort ég hef þetta langan tíma :)

í guðan af bænum ekki sleppa teygjunum :)

4 ummæli

 1. 5. janúar 2012 kl. 12.38 | Slóð

  Mikið er ég sammála þér, fólk vanmetur alltof mikið teygjuæfingar.
  Þær skipta svo mikið meira máli en margt fólk gerir sér grein fyrir.
  Lendi sjálf stunudm í svona umræðum við fólk …

 2. 5. janúar 2012 kl. 14.00 | Slóð

  Er bara að athuga hvort þetta innlegg komi, sendi áðan en virkaði ekki.
  Ef þetta birtist ekki þá þarf öruglega samþykki frá stjórnanda áður enþað er birt. bara athuga það :P

 3. 5. janúar 2012 kl. 14.33 | Slóð

  já ég þarf að samþykkja öll ummæli áður en þau sjást hérna :)

 4. Kristín Eva
  24. janúar 2012 kl. 0.07 | Slóð

  Teygjur eru mjöööög mikilvægar, og hef ég alveg verið sú sem segir að teygjur skipti engu en lenti illa í því í kjölfarið..
  Ég semsagt byrjaði að hreyfa mig rosalega mikið fyrir ári síðan, ganga, skokka, fara í fjallgöngur og fleira og fannst bara hallærislegt að teygja eftir svoleiðis, en einn daginn gat ég ekki gengið útaf verk í hægri fætinum, fór uppá bráðarmóttöku og þá kom í ljós að mér hafði tekist að rífa vöðva frá sin í fætinum af því að ég teygði aldrei eftir æfingar. Vúbbídú.
  Þannig að ég hvet alla til að teygja ALLTAF! :Þ