jóladagur :)

Vona að þið hafið haft það gott yfir jólin. Jólin voru nánast fullkomin hjá mér gæti ekki verið sáttari.

Í dag ætla ég að eyða deginum í að hafa það gott með litlu systrum mínum og bróðir. og auðvitað allri fjölskyldunni í heild sinni. En ég ætla líka eyða deginum í að setja mér ný markmið fyrir næsta ár, langtíma, stutttíma og árangursmarkmið.

langtíma markmið eru hversu langt ég ætla að vera komin fyrir næstu jól.
stutttíma eru hveru langt ég ætla að verða komin fyrir næsta mánuð.
árangurs markmið eru hversu þungu til dæmis ég vil vera byrjuð að lyfta eftir 2 vikur, eða hversu margar armbeygjur ég ætla að ná að geta eftir 2 vikur eða hversu lengi ég get skokkað í mínútum eða km :)

Ég ætla líka að eyða tíma í að finna fleiri æfingar til að geta búið mér til fleiri æfingarkerfi þar sem ég ætla að vera dugleg í að skipta á milli æfinga á næsta ári. Finna fullt af uppskriftum og svo framvegis.

þetta verður góður dagur í dag :)