aðfangadagur :)

Jæja, þá er aðfangadagur runninn í garð. Frí í ræktinni í dag og á morgun.Byrja aftur að fullum krafti á mánudaginn. Frábært að hafa hátíðirnar yfir helgar, ræktarplanið fer ekki í fuck á meðan :)

Venjan hjá fjölskyldunni minni er að hafa hangikjöt í matinn á aðfangadag… en ég er svo matvönd að ég borða ekki þetta hangikjöt. Síðustu tvö ár hef ég haft kjúkling í matinn á aðfangadag handa mér, en í ár ætla ég að breyta til. Ég keypti kalkúnabringu í ár. Ég hef aldrei áður borðað kalkún en ég vona að hann verði góður :) ætla svo að gera sveppasósu með extra sveppum með :)

hafiði það gott yfir jólin :) njótið þess að hafa algilda afsökun til að borða aðeins mikið án þess að sökkva sér í sæluna :)