stutt til jóla

4 dagar í aðfangadag… úff. Ég er að fara austur á land á eftir, fer frá ræktinni minni og þægindakúlunni sem ég er búin að búa mér til. Í staðin verð ég hjá fjölskyldunni í 10 daga, þar sem ég gæti jú svosem farið í ræktina. En hvern er ég að þykjast að plata? Ég get ekki farið í ræktina ein og haldið mig við efnið. Í staðinn ætla ég að njóta þess að mamma á hund og fara með hann að skokka á hverjum degi. Hundurinn þarf jú að fara út að pissa reglulega. Tölvan mín er einnig full af æfingamyndböndum með Jillian úr The Biggest looser.  Ætla að reyna að fara eftir þessum æfingum heima ef ég fæ tækifæri heima til að nota eitthvert herbergið sem er nógu stórt fyrir svona hopp :)

annars var kærasti minn að fjárfesta í nýju próteini fyrir mig um dagin. Og ég er gjörsamlega ástfanginn af því: http://medico.is/?s=1&m=1&pid=318

Ég er reyndar með jarðaberjabragð ekki vanilubragð. Frá því ég byrjaði að drekka prótein reglulega hef ég nánast alltaf drukkið súkkulaði bragð. Fjárfesti reyndar einu sinni í þrem litlum dúnkum af öðruvísi brögðum. Einn var með  bananabragði, annar með vanilubragði og sá þriðjið var held ég bara með súkkulaði bragði. Asninn ég hélt að mér þætti þetta ofboðslega gott. Fyrstu 2 skammtanir af bananabragðinu voru allt í lagi, en eftir það fór ég að kúgast við tilhugsunina við að drekka þetta. Ég náði þó að pína mig í sumar að klára dúnkinn. En ég hef ekki þorað að opna hina brúsana. fer þó að koma að því :)

Um daginn var ég að vinna í því að breyta æfingarplaninu mínu :) mega stolt af nýja planinu en þó eru fullt af æfingum sem eru að klekjast út í hausnum á mér sem ég þarf að fara að setja á blað. Ég ætla að reyna að setja inn æfingarnar mínar sem ég hef verið að gera hérna. Ég hef örugglega meiri tíma í að dúlla mér svona eitthvað þegar ég er á Austurlandinu.. svo stay tuned :)

eins og ég er búin að vera að lofa svo lengi hérna þá fer ég að setja inn nýjan fróðleik. ég er alltaf að bæta við í safnið hjá mér en kem mér einhvern veginn ekki í það að koma þessu upp hérna..en það kemur að því ;) ég var einmitt um daginn að taka niður fullt af uppskriftum að geeeðveikum mat (allavega af lýsingum og myndum að dæma).. ætla að prófa þetta allt á komandi ári :) og vera dugleg að segja ykkur frá tilraunarstarfseminni :)

anywho.. þarf að fara að gera mig tilbúna fyrir austurferðina :)

Ps. þó að jólin séu að koma erum við samt ennþá í átaki. þó megum við breyta átakinu yfir þennan tíma. Leyfum okkur að borða óhollt. en mundu að einn konfektmoli bragðast nákvæmlega eins og hinir molanir. Ein smákaka er alveg eins og allar hinar smákökurnar. Við þurfum ekki að troða þessi í okkur þó svo að við leyfum okkur að fá smá af og til ;) þetta er allavega markmiðið mitt yfir jólinn :) og vera dugleg að hreyfa mig á hverjum degi eins og alltaf :)