átak, lokapróf og jólaundirbúningur.

þetta þrennt á svo engann veginn samleið.

það að hafa lokapróf í desember er uppskrift á enn meira át á óhollum mat.

Á morgun fer ég í mitt annað lokapróf. Ég get ekki sagt að ég sé búin að vera duglega að fara eftir réttu matarræði og drukkið nóg af vatni. Fyrir fyrsta prófið var ég dugleg að drekka vatn og borða hollt, nema síðasta daginn. þá fékk í geðveikt mikla þrá í gos sem ég leyfði mér. Núna síðustu daga sem ég hef verið að læra undir næsta lokapróf hef ég drukkið óhemju mikið af malt og appelsíni, lítið af kóki reyndar. En karlinn var svo góður að gefa mér konfekt í gær og ég er búin að vera að narta aðeins í molana.

Ég ákvað að leyfa mér að vera að svindla svona aðeins svo lengi sem þetta fer ekki út í öfga og er dugleg að hreyfa mig með :)